banner
   mið 11. janúar 2017 17:14
Elvar Geir Magnússon
Standard Liege samþykkir tilboð Everton í Belfodil
Ishak Belfodil er á leið í ensku úrvalsdeildina.
Ishak Belfodil er á leið í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Everton er nálægt því að kaupa alsírska sóknarmanninn Ishak Belfodil frá Standard Liege. 10,4 milljóna punda tilboði enska félagsins hefur verið tekið.

Það er nóg að gera á skrifstofu Everton. Félagið hefur þegar tryggt sér Ademola Lookmann frá Charlton á 10 milljónir punda í þessum glugga og er að ganga frá kaupum á Morgan Schneiderlin frá Manchester United á 22 milljónir punda. Schneiderlin fór í læknisskoðun hjá Everton í dag.

Félagið reyndi að fá miðjumanninn Franck Kessie frá Atalanta en tilboði þess var hafnað og var þá gert tilboð í Belfodil sem er 24 ára.

Belfodil hóf feril sinn hjá Lyon. Hann hefur skorað sjö mörk í 16 leikjum fyrir Standard en hann kom til félagsins síðasta sumar frá Baniyas í Abu Dhabi. Þar á undan var hann hjá Parma og Inter en náði sér ekki á strik í ítalska boltanum.

Belfodil er nú með Standard í æfingabúðum á Spáni en mun á næstu klukkustundum stökkva upp í flugvél til Englands til að ræða um kaup og kjör við Everton.

Hann var ekki valinn í landsliðshóp Alsír fyrir Afríkukeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner