Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. janúar 2017 10:30
Elvar Geir Magnússon
Svona gæti 48 liða HM litið út - Ísland með Úrúgvæ
Setti saman HM 2026 til gamans
Íslenska landsliðið sem vann Kína í gær.
Íslenska landsliðið sem vann Kína í gær.
Mynd: Getty Images
Í gær var staðfest að HM 2026 verði skipað 48 liðum og þar með stækkað umtalsvert. Nýja fyrirkomulagið er með þeim hætti að leikið verður í sextán þriggja liða riðlum.

Huw Davies, ritstjóri hjá FourFourTwo tímaritinu, setti til gamans upp hvernig HM þetta árið gæti mögulega litið út.

Davies notaðist við stöðuna á styrkleikalista FIFA í dag þegar hann setti saman mótið og hvaða lið myndu taka þátt.

Fyrsta 48 liða loka­keppni heims­meist­ara­móts karla í knatt­spyrnu verður hvorki hald­in í Asíu né Evr­ópu. Bandaríkin hafa lýst því yfir að vilja halda mótið og í þessari uppröðun Davies er gert ráð fyrir að mótið verði haldið þar.

Ísland er í sterkum riðli með Úrúgvæ og Fílabeinsströndinni.

Ekkert annað lið frá Skandinavíu kæmist á mótið ef mið er tekið af styrkleikalista FIFA í dag en hér að neðan má sjá mögulega riðlaskiptingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner