mið 11. janúar 2017 11:15
Elvar Geir Magnússon
Swansea sendir fyrirspurn um Sakho
Sakho á æfingu hjá Liverpool.
Sakho á æfingu hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Er Mamadou Sakho rétti maðurinn til að þétta leka vörn Swansea? Liðið hefur fengið 45 mörk á sig á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið.

Swansea hefur sent frá sér fyrirspurn um þennan 26 ára varnarmann Liverpool sem er ekki hluti af áætlunum Jurgen Klopp. Liverpool vill fá 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fréttir hafa borist af því að Sevilla og Southampton hafi einnig áhuga á Sakho sem hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan 20. apríl 2016. Hann var sendur heim úr æfingaferð til Bandaríkjanna vegna agavandamála.

Sakho hefur spilað 56 deildarleiki á þremur árum hjá Liverpool en æfir nú með varaliði félagsins.

Swansea þarf verulega að styrkja sig í janúarglugganum en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner