Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 11. janúar 2017 09:25
Magnús Már Einarsson
Þrír orðaðir við Liverpool
Powerade
Gabriel Barbosa er orðaður við Liverpool.
Gabriel Barbosa er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Chelsea vill fá Simon Kjær.
Chelsea vill fá Simon Kjær.
Mynd: Getty Images
Özil gæti verið á förum frá Arsenal.
Özil gæti verið á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að sjóðheitum slúðurpakka frá Englandi.



Bournemouth er að íhuga að fá John Terry (36) á láni frá Chelsea. (Daily Telegraph)

Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, er að íhuga að selja Christian Benteke (26). Allardyce vill fá pening í kassann til að kaupa nýja leikmenn. (Daily Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, vill fá Michail Antonio (26) frá West Ham og Fernando Llorente (31) frá Swansea. (Daily Mail)

Chelsea vill líka fá Simon Kjær (27), varnarmann Fenerbahce og danska landsliðsins. (Daily Express)

Arsenal hefur áhyggjur af því að Mesut Özil (28) og Alexis Sanchez (28) ætli ekki að gera nýjan samning og muni fara frá félaginu í sumar. (Daily Star)

Mamado Sakho (26), varnarmaður Liverpool, vill fara til Southampton þar sem landi hans Claude Puel er við stjórnvölinn. Swansea vill líkja krækja í Sakho. (Times)

Southampton hefur spurst fyrir um Sergio Oliveira (24), miðjumann Porto. Oliveira er falur fyrir fjórar milljónir punda eftir rifrildi við Nuno Espirito Santo þjálfara Porto. (sun)

Brentford hefur hafnað 12,5 milljóna punda tilboði frá West Ham í framherjann Scott Hogan (24). (Daily Mail)

Leicester ætlar að leyfa Jeffrey Schlupp (24) að fara á 12 milljónir punda. Crystal Palace, WBA og Aston Villa hafa öll áhuga. (Guardian)

PSG ætlar að leyfa Jese Rodriguez (23) og Gregorz Krychowiak (26) að fara. Samtals kosta þeir 55 milljónir punda en Arsenal, Liverpool, Manchester City og West Ham hafa áhuga á þeim. (Sun)

Fiorentina vill fá framherjann Simone Zaza (25) en hann er í láni hjá West Ham frá Juventus. Fiorentina vill fá nýjan framherja þar sem Nikola Kalinic (29) er líklega á leið til Kína á 42 milljónir punda. (London Evening Standard)

Lyon hefur hafið viðræður við Manchester United um kaup á Memphis Depay (22). (Metro)

Liverpool er að fylgjast með Julian Brandt (20), kantmanni Bayer Leverkusen, en félagið gæti reynt að krækja í hann næsta sumar. (Daily Mirror)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fær 40 milljónir punda til að kaupa leikmenn í þessum mánuði. Alex Oxlade-Chamberlain (23) hjá Arsenal og Gabriel Barbosa (20), framherji Inter, eru á óskalistanum. (Daily Star)

Arsenal vill fá Sead Kolasinac (23), varnarmann Schalke. (Tuttomercatoweb)

Lucas Leiva (30) segir að staða sín hjá Liverpool sé ekki frábær en hann gæti verið á förum í þessum mánuði. (Daily Express)

Ekki er búið að ganga frá pappírum í tengslum við félagaskipti Gabriel Jesus (19) til Manchester City. (Guardian)

Newcastle hefur fengið þau skilaboð að félagið geti ekki fengið Ruben Loftus-Cheek (20) á láni frá Chelsea. (Shields Gazette)

Manu Garcia (19) og Jack Byrne (20), miðjumenn Manchester City eru á leið á lán. (Manchester Evening News)

Körfuboltamaðurinn Luol Deng (31) segist vilja kaupa Crystal Palace ef hann verður milljarðamæringur. (Croydon Guardian)

James Milner (31), hefur verið næstbesti bakvörðurinn í Evrópu á tímabilinu samkvæmt tölum frá CIES. Kevin de Bruyne (25) hefur verið besti sóknar miðjumaðurinn samkvæmt sömu tölum. (CIES)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner