Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. janúar 2017 20:19
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Viðar Örn með mark og stoðsendingu
Viðar Örn skoraði og lagði upp
Viðar Örn skoraði og lagði upp
Mynd: Heimasíða Maccabi Tel Aviv
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði og lagði upp mark í 4-1 sigri í ísraelsku úrvalsdeildinni.

Maccabi Tel Aviv tók á móti liði Hapoel Raanana og var Viðar Örn í byrjunarliðinu.

Yossi Benayoun, fyrrum leikmaður Chelsea, Liverpool og Arsenal kom Maccabi Tel Aviv yfir á 8. mínútu. Á 37. mínútu lagði Viðar svo upp mark fyrir Barak Itzhaki áður en að gestirnir í Hapoel minnkuðu muninn.

Tal Ben Haim, fyrrum leikmaður Bolton skoraði svo úr vítaspyrnu og kom heimamönnum í 3-1.

Viðar Örn innsiglaði svo góðan sigur með marki á 69. mínútu. Hans tíunda mark á tímabilinu.

Maccabi Tel Aviv situr í 2. sæti deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner