Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. janúar 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Voro Gonzalez ráðinn þjálfari Valencia (Staðfest)
Voro Gonzalez.
Voro Gonzalez.
Mynd: Getty Images
Valencia hefur staðfest að Voro Gonzalez muni stýra liðinu út tímabilið að minnsta kosti. Þessi fyrrum varnarmaður Valencia var fyrst ráðinn þjálfari til bráðabirgða í síðasta mánuði eftir að Cesare Prandelli sagði upp störfum.

Ör þjálfaraskipti hafa orðið hjá Valencia undanfarin ár en Prandelli var ráðinn í staðinn fyrir Pako Ayestara en entist aðeins í þrjá mánuði.

Valencia er í miklu ströggli í La Liga og er án sigurs í átta leikjum í röð. Liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin gegn Osasuna á mánudagskvöld. Valencia er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.

„Félagið vill gefa það út að það ber fullt traust til leikmannahópsins og þjálfarateymisins og trúir því að liðið komi sér út úr þessum vandræðum," segir í yfirlýsingu Valencia.

Voro Gonzalez er 53 ára en hann hefur alls fjórum sinnum tekið við þjálfun Valencia til bráðabirgða þegar þjálfarabreytingar hafa orðið, fyrst 2008.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 23 14 5 4 43 20 +23 47
2 FK Krasnodar 23 12 7 4 36 23 +13 43
3 Dinamo 23 10 8 5 36 31 +5 38
4 CSKA 23 9 10 4 43 31 +12 37
5 Lokomotiv 23 9 10 4 38 31 +7 37
6 Kr. Sovetov 23 10 6 7 41 33 +8 36
7 Spartak 23 10 5 8 29 28 +1 35
8 Rostov 23 9 7 7 35 33 +2 34
9 Rubin 23 9 5 9 20 29 -9 32
10 Nizhnyi Novgorod 23 8 4 11 21 26 -5 28
11 Orenburg 23 6 8 9 27 30 -3 26
12 Fakel 23 6 8 9 19 25 -6 26
13 Ural 23 6 5 12 22 36 -14 23
14 Baltica 23 5 5 13 21 27 -6 20
15 Akhmat Groznyi 23 5 5 13 21 36 -15 20
16 Sochi 23 4 6 13 24 37 -13 18
Athugasemdir
banner
banner