Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 11. janúar 2017 09:51
Magnús Már Einarsson
Warnock: Aron Einar sendi mér mynd frá ströndinni í Dubai
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson fékk kærkomið frí þegar Cardiff tapaði gegn Fulham í enska bikarnum um síðustu helgi.

Aron fékk stutt frí eftir EM í sumar og Neil Warnock, stjóri Cardiff, ákvað því að gefa honum vetrarfrí fyrir leikinn gegn Bristol City um næstu helgi.

„Hann hefur ekki fengið frí síðan Ísland sló England út í lokakeppni EM. Aron er á ströndinni í Dubai. Hann sendi mér mynd þaðan," sagði Warnock.

Aron hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Cardiff síðan Warnock tók við liðinu fyrr á tímabilinu.

„Stjórinn er að láta mig spila sem varnarsinnaður miðjumaður og það er staðan sem ég spila með landsliðinu. Ég hef spilað aðeins framar á vellinum undir stjórn síðustu stjóra hjá Cardiff," sagði Aron í viðtali í Wales á dögunum.

„Mér líður best sem varnarsinnaður miðjumaður. Starf mitt er að hjálpa liðinu og koma boltanum á teknískari leikmenn sem fara fram völlinn."

„Að búa til öfluga varnarínu er markmið og starf mitt í landsliðinu og núna er það líka þannig hjá Cardiff."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner