Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Zlatan verður með gegn Liverpool
Zlatan hefur skorað tólf mörk undanfarna tvo mánuði.
Zlatan hefur skorað tólf mörk undanfarna tvo mánuði.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, reiknar með að Zlatan Ibrahimovic verði klár fyrir stórleikinn gegn Liverpool á sunnudag.

Zlatan var ónotaður varamaður gegn Reading um helgina og í gær var hann fjarri góðu gamni gegn Hull í enska deildabikarnum.

Svíinn var veikur heima í gær en hann verður með í leiknum á sunnudag að sögn Mourinho.

„Zlatan er veikur en ég held að það sé ekkert vandamál. Hann verður í góðu lagi," sagði Mourinho.

Varnarmaðurinn Marcos Rojo meiddist gegn Reading og var ekki með í gærkvöldi. Að sögn Mourinho er hann tæpur fyrir leikinn gegn Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner