Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. janúar 2018 13:41
Magnús Már Einarsson
Sex með sitt fyrsta landsliðsmark í stórsigri Íslands
Icelandair
Óttar Magnús var einn af þeim skoraði fyrsta landsliðsmark sitt í dag.
Óttar Magnús var einn af þeim skoraði fyrsta landsliðsmark sitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indónesía 0 - 6 Ísland
0-0 Andri Rúnar Bjarnason ('13, misnotað víti)
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('30)
0-2 Kristján Flóki Finnbogason ('47)
0-3 Óttar Magnús Karlsson ('65)
0-4 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('68)
0-5 Hjörtur Hermannsson ('80)
0-6 Hólmar Örn Eyjólfsson ('81)
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Ísland burstaði Indónesíu 6-0 í skrautlegum vináttuleik sem fór fram ytra í dag. Allir sex markaskorar Íslands í leiknum voru að skora sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið.

Andri Rúnar Bjarnason gaf tóninn eftir hálftíma þegar hann skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Andri hafði fyrr í leiknum látið verja frá sér vítaspyrnu sem Albert Guðmundsson hafði fiskað. Albert átti eftir að koma að fjórum mörkum Íslands í leiknum.

Mikil rigning var á meðan á leik stóð og í hálfleik voru komnir pollar út um allan völl. Síðari hálfleikurinn varð í kjölfarið ansi athyglisverður.

Kristján Flóki Finnbogason bætti við marki með skalla í upphafi síðari hálfleiks eftir aukaspyrnu frá Arnóri Ingva Traustasyni. Kristján Flóki var þá nýkominn inn á sem varamaður.

Nokkrum mínútum síðar vargert tuttugu mínútna hlé á leiknum eftir að þrumur og eldingar voru á vellinum.

Leikmenn komu aftur út á völl og Óttar Magnús Karlsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann kom boltanum í netið eftir að hafa tekið við sendingunni með hælnum.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði í sinni fyrstu snertingu áður en miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson bættu við sitthvoru skallamarkinu eftir föst leikatriði.

Andri Rúnar Bjarnason, Anton Ari Einarsson, Felix Örn Friðriksson, Hilmar Árni Halldórsson, Mikael Anderson og Samúel Kári Friðjónsson spiluðu allir sinn fyrsta landsleik í dag.

Ísland mætir Indónesíu aftur í vináttuleik á sunnudag en þá verða andstæðingarnir landsliðið þar í landi en ekki úrvalslið sem valið var á netinu líkt og í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner