Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 11. janúar 2018 17:55
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar: Vanur mýrarboltanum á Ísafirði
Icelandair
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Indónesíu 6-0 í vináttulandsleik í dag.

Lestu um leikinn: Indónesía 0 -  6 Ísland

Andri klúðraði vítaspyrnu áður en hann kom Íslandi yfir með laglegri bakfallsspyrnu.

Hann segist hafa fengið léttan fiðring fyrir leikinn og verið mjög spenntur.

„Það var draumi líkast að ná að skora í fyrsta landsleiknum, það var líka mikill léttir eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. Að ná að koma til baka og skora," sagði Andri eftir leikinn.

Hann spilaði fyrri hálfleik en í þeim síðari voru aðstæðurnar orðnar gríðarlega erfiðar. Það hellirigndi og pollar um allan völl. Andri hefði samt viljað spila seinni hálfleikinn líka.

„Maður er náttúrulega vanur mýrarboltanum á Ísafirði og það hefði verið fínt að taka þátt! En já þetta voru erfiðar aðstæður, pollar um allt, en við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik. Við skoruðum fimm mörk í þessum aðstæðum sem er virkilega vel gert."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en Ísland leikur annan leik í Indónesíu á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner