Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. janúar 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
Everton vill Walcott - Liverpool hefur áhuga á Ceballos
Powerade
Theo Walcott.
Theo Walcott.
Mynd: Getty Images
Dani Ceballos, leikmaður Real Madrid.
Dani Ceballos, leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Vikan flýgur áfram og það er strax kominn fimmtudagur! BBC er búið að taka saman allt það helsta úr ensku götublöðunum.

Everton hefur blandað sér í hóp þeirra félaga sem hafa áhuga á Theo Walcott (28), sóknarleikmanni Arsenal. Southampton vill einnig fá Englendinginn en Arsenal vill fá um 30 milljónir punda fyrir hann. (Liverpool Echo)

RB Leipzig gæti leyft Naby Keita (22) að fara til Liverpool í janúar fyrir 15-20 milljónir evra aukalega. Þegar hefur Liverpool gengið frá kaupum á leikmanninum í sumar. (Bild)

Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Írlands, átti að hitta forráðamenn Stoke í gær og ræða við þá um að taka mögulega við liðinu. Búist er við því að aðstoðarþjálfari hans hjá Írlandi, Roy Keane, muni fylgja ef samingar nást. (Irish Independent)

Guangzhou Evergrande segist ekki ætla að fara í tilboðsstríð við Beijing Guoan um sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang (28) hjá Dortmund í Þýskalandi. Bæði félög eru í Kína. (ESPN)

Tottenham hefur byrjað lauslegar viðræður Dele Alli (21) en félagið telur að enski landsliðsmaðurinn muni gera nýjan samning. (Daily Mirror)

Manchester United þarf að borga allt að 27 milljónir punda til að fá belgíska miðjumanninn Leander Dendoncker (22) frá Anderlecht í janúarglugganum. (Manchester Evening News)

Crystal Palace gæti gengið frá kaupum á senegalska sóknarmanninum Diafra Sakho (28) frá West Ham í lok vikunnar. (Daily Mirror)

Huddersfield hefur gert 14 milljóna punda samkomulag um kaup á vængmanninum Alex Pritchard (24) en Englendingurinn yfirgaf Tottenham fyrir 8 milljónir punda sumarið 2016. (Daily Mail)

West Ham hefur fengið þær upplýsingar að félagið þurfi að borga 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn Harry Arter (28), leikmann Bournemouth og írska landsliðsins. (Daily Mirror)

Dani Ceballos, miðjumaður Real Madrid, hefur látið félagið vita að hann vilji færa sig um set. Liverpool ku hafa áhuga á þessum 21 árs Spánverja. (Diario Gol)

Manchester United mun lána vinstri bakvörðinn Demetri Mitchell (20) til Hearts í Skotlandi. (Edinburgh Evening News)

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, segir að varnarmaðurinn Samuel Umtiti (24) verði hjá Börsungum í mörg ár. Manchester United hefur áhuga á Umtiti sem er með 55 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Metro)

Barcelona er nálægt því að kaupa kólumbíska varnarmanninn Yerri Mina (23) frá Palmeiras. Hann mun gera fimm og hálfs árs samning. (Radio Catalunya)

Mina mun koma í staðinn fyrir argentínska varnarmanninn Javier Mascherano (33) sem er á leið í Hebei China Fortune í Kína. (Goal)

Þýski miðjumaðurinn Sami Khedira (30) hjá Juventus segist ekki hafa áhuga á að spila í bandarísku MLS-deildinni. Hann vill vera áfram í Tórínó eftir að samningi hans lýkur 2019. (Gazzetta dello Sport)

Wolves hyggst kaupa franska miðvörðinn Willy Bola (26) frá Porto ef félagið kemst upp í úrvalsdeildina. Bola er hjá Wolves á lánssamningi. (Express & Star, Wolverhampton)
Athugasemdir
banner
banner
banner