Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. janúar 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Forseti Sion ósáttur við að fá langt bann fyrir kinnhest
Christian Constantin er  til vinstri á þessari mynd.
Christian Constantin er til vinstri á þessari mynd.
Mynd: Getty Images
Christian Constantin, forseti svissneska félagsins Sion, hefur áfrýjað níu mánaða banni sem hann fékk fyrir að gefa Rolf Fringer, fyrrum landsliðsþjálfara Sviss, kinnhest.

Fringer er nú sparkspekingur í sjónvarpi og var hann sleginn í andlitið af Constantin eftir leik í svissnesku deildinni í september.

Fringer segir að Constantin hafi slegið sig ítrekað áður en eitt af höggunum náðist á myndbandsupptöku.

Forsetinn fékk langt bann og sekt.


Athugasemdir
banner
banner
banner