Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. janúar 2018 10:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Forsetinn verður ekki á leik Íslands og Argentínu
Icelandair
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barist er um miða á fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi í sumar en leikið verður gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu þann 16. júní.

Vísir greinir frá því að forsetinn Guðni Th. Jóhannesson komist ekki á leikinn vegna anna í starfi.

Guðni er mikill íþróttaáhugamaður og var áberandi á EM í Frakklandi 2016 og þá var hann einnig með fjölskyldunni í Hollandi í fyrra þegar stelpurnar léku á Evrópumótinu.

„Forseti fylgist að sjálfsögðu með leik karlalandsliðsins í Rússlandi þann 16. júní - en héðan að heiman því hann á ekki heimangengt á leikinn sjálfan vegna anna," segir Örnólfur Thorsson ritari forseta í fyrirspurn Vísis.

Þjóðhátíðardagur Íslands er daginn eftir leikinn gegn Argentínu og setur það strik í reikninginn hjá Guðna.

Ísland er einnig með Nígeríu og Króatíu í riðli en ekki kemur fram í fréttinni hvort Guðni muni skella sér á þá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner