Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 11. janúar 2018 18:31
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Leikurinn hefði ekki átt að fara fram
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland átti ekki í vandræðum með slakt úrvalslið Indónesíu í vináttulandsleik í dag og vann 6-0 sigur. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ræddi við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Indónesía 0 -  6 Ísland

„Fyrri hálfleikur var lengi framan af leikinn við ágætis aðstæður. Við fengum mikinn tíma á boltann og menn tóku of margar snertingar. Þetta gekk hægt og var ólíkt því sem við viljum spila. Ég var ekkert sérlega glaður í hálfleik með það sem við vorum að gera," segir Heimir.

Aðstæður í seinni hálfleik voru afar erfiðar, völlurinn var hundblautur í hellirigningu. Erfitt var að spila boltanum með jörðinni.

„Þegar við þurftum að spila háum boltum inn í teiginn fóru mörkin að koma. Það sem við gerðum var árangursríkara og það má segja að veðrið hafi þvingað okkur í að spila eins og við hefðum átt að spila í fyrri hálfleik."

„Við erum hávaxnari og sterkari, vanari því að spila háum boltum. Veðrið spilaði leikinn í okkar hendur."

Á 55. mínútu var leikurinn stöðvaður tímabundið og dómararnir funduðu um framhaldið. Ákveðið var að halda leik áfram.

„Auðvitað hefði leikurinn ekki átt að fara fram við þessar aðstæður. Við vorum komnir hálfa leið kringum hnöttinn og margir að fá fyrsta landsleikinn sinn, sumir búnir að skora. Það hefði verið sárt hefði leikurinn verið flautaður af og ekki skráður. Við vildum gera allt til að klára leikinn," segir Heimir.

Hann segir að ekki sé hægt að dæma einn né neinn út frá þessum leik en er ánægður með þann tíma sem liðið hefur haft saman við æfingar og fundi í Indónesíu. Hann vonar að leikurinn á sunnudag, gegn öflugra liði, verði betri leikur fyrir hópinn á allan hátt.

„Auðvitað voru mótherjarnir í dag bara slakir. Við viljum ekki spila svona leiki. Það á enginn leikur að fara 6-0. Vonandi mætum við sterkari leikmönnum og sterkara liði á sunnudaginn. Við vitum það að aðstæður verða mun betri," segir Heimir en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner