fim 11. janúar 2018 12:54
Magnús Már Einarsson
Hlé gert á leik Íslands eftir þrumur og eldingar
Icelandair
Aðstæðurnar eru gífurlegar erfiðar.
Aðstæðurnar eru gífurlegar erfiðar.
Mynd: Skjáskot - RÚV
Ybudai Yamamoto dómari frá Japan hefur gert hlé á vináttuleik Indónesíu og Íslands eftir 55 mínútna leik.

Yamamoto ákvað að grípa til þessar aðgerða eftir að þrumur og eldingar voru nálægt leikstað.

Þegar þetta er skrifað bíða leikmenn í búningsklefunum eftir því að sjá hvort leikurinn haldi áfram eða ekki.

Gífurleg rigning er í Indónesíu og völlurinn er á floti. Margir pollar eru á vellinum og erfitt fyrir leikmenn að spila.

Staðan í leiknum er 2-0 fyrir Ísland. Andri Rúnar Bjarnson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu mörkin en báðir voru þeir að opna markareikninga sína með landsliðinu.

Uppfært 13:03 - Leikurinn er hafinn á nýjan leik

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner