Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. janúar 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huddersfield að kaupa leikmann á 14 milljónir punda
Alex Pritchard.
Alex Pritchard.
Mynd: Getty Images
Alex Pritchard mun gangast undir læknisskoðun hjá Huddersfield í dag eftir að Norwich samþykkti 14 milljón punda tilboð í hann.

Pritchard, sem er fyrrum leikmaður Tottenham, er á leið í ensku úrvalsdeildina eftir að Huddersfield og Norwich komust að samkomulagi. Huddersfield mun greiða fyrir hann 12 milljónir punda og gætu 2 milljónir til viðbótar bæst ofan á það.

Pritchard er sóknarþenkjandi miðjumaður en hann gekk í raðir Norwich í ágús 2016. Kanarífuglarnir borguðu Tottenham 8 milljónir punda fyrir hinn 24 ára gamla Pritchard.

Huddersfield hefur aðeins skorað 18 mörk í ensku úrvalsdeldinni á þessu tímabili og Pritchard á að hjálpa liðinu að skora meira.

Hann verður annar leikmaðurinn sem Huddersfield fær í þessum glugga en áður hafði varnarmaðurinn Terence Kongolo komið frá Mónakó á lánssamningi.

Huddersfield er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner