Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. janúar 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Grannaslagur og Fótbolta.net mótið
Njarðvík mætir Gróttu í Fótbolta.net mótinu.
Njarðvík mætir Gróttu í Fótbolta.net mótinu.
Mynd: Guðmundur Sigurðsson
Keppni í B-deild Fótbolta.net mótsins hefst í kvöld þegar Njarðvík fær lið Gróttu í heimsókn í Reykjaneshöllina.

Grótta féll úr Inkasso-deildinni síðasta sumar en á meðan kom Njarðvík á óvart og vann sér inn sæti í Inkasso-deildinni eftir að hafa sýnt frábæra takta í 2. deild.

Leikurinn hefst 18:30 og er eins og áður segir í Reykjaneshöllinni.

Klukkan 20:00 verður síðan leikur Breiðabliks og Stjörnunnar flautaður á í Fífunni. Hann er í Faxaflóamóti kvenna, A-riðli.

Segja má að það sé rígur á milli þessara liða enda nágrannar og keppinautar í toppbaráttunni í Pepsi-deild kvenna. Nú mætast liðin í Faxaflóamótinu. Breiðablik hefur nú þegar spilað einn leik, sem endaði í jafntefli gegn Selfossi, en þetta er fyrsti leikur Stjörnunnar.

Leikir dagsins:

Fótbolta.net mótið - B deild
18:30 Njarðvík - Grótta (Reykjaneshöllin)

Faxaflóamót kvenna, A riðill
20:00 Breiðablik - Stjarnan (Fífan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner