Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. janúar 2018 18:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Landsliðskona áreitt af þjálfara sínum í Noregi
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hópur íþróttakvenna sendi í dag frá sér yfirlýsingu í tengslum við #metoo byltinguna þar sem kynbundnu ofbeldi er mótmælt. Birtar eru sögur úr íþróttalífinu en þær eru ekki undir nöfnum.

Landsliðskona í fótbolta upplýsir um alvarlega áreitni af hálfu þjálfara síns hjá atvinnumannaliði í Noregi. Hún segir að púlsinn hennar hafi farið upp þegar henni varð ljóst að umræddur þjálfari myndi starfa fyrir NRK á EM í Hollandi. Hún svaraði helst ekki símtölum frá þjálfaranum nema hún gæti tekið þau upp.

RÚV fjallar um málið en Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti við mbl.is að sagan sé frá henni.

Í sögu sinni lýsir hún fundi sem hún átti með þjálfaranum en honum lauk með því að hann tók utan um hana og sagði: „Ég vil ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður."

Hólmfríður segir að þjálfarinn hafi hringt oft í sig og sent sér óviðeigandi myndir og myndbönd. Þá hafi hún neyðst til að læsa íbúð sinni á kvöldin þar sem hann hafi þá verið farinn að taka upp á því að æða inn til hennar.

Hólmfríður fékk svo nóg af áreitinu og ákvað eftir landsliðsverkefni að segja stjórnarmanni alla sólarsöguna. Stjórn félagsins lét þjálfarann fara.

„Og í þessari viku fékk ég myndir frá liðsfélögum mínum og öðru fólki þar sem hann var fyrir utan húsið mitt að reyna að leita að mér, fór meira að segja til liðsfélaganna mína og athugaði hvort ég væri í húsinu þeirra. Ég kom ekki heim í eina og hálfa viku."

„Ég náði ekki að hugsa nógu vel um mig með mataræði og hætti nánast að borða. Viku eftir að hann var rekinn meiddist ég og var frá í 6 vikur. Ég veit að þau meiðsli komu út af andlegu álagi og streitu."

Þetta er aðeins ein af 62 sögum þar sem íþróttakonur segja frá því hvernig þær hafi verið áreittar kynferðislega, nauðgað af þjálfara sínum fyrir leik eða mismunað vegna kynferðis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner