Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. janúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd lánar James Wilson til Sheffield United (Staðfest)
Wilson hefur ekki náð að fylgja eftir draumabyrjun sinni með Manchester United.
Wilson hefur ekki náð að fylgja eftir draumabyrjun sinni með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Sheffield United hefur fengið sóknarmanninn James Wilson á láni frá Manchester United út þessa leiktíð.

Hinn 22 ára gamli Wilson, sem hefur leikið 20 leiki með aðalliði Manchester United, mun klára tímabilið hjá United í Sheffield sem er að berjast um að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Wilson vakti fyrst athygli þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd tímabilið 2013/14. Þá fékk hann að byrja næst síðasta leik tímabilsins og skoraði tvisvar í 3-1 sigri á Hull City. Hann hefur ekki náð að fylgja þeirri frammistöðu eftir.

Þetta er í þriðja sinn sem Wilson er lánaður í Championship-deildina. Hann var áður í láni hjá Brighton og á síðasta tímabili fjóra leiki fyrir Derby County áður en hann meiddist.

Sheffield United er í sjöunda sæti Championship-deildarinnar og er í baráttu um að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner