Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. janúar 2018 12:39
Magnús Már Einarsson
Manchester United leggur fram tilboð í Alexis Sanchez
Í hvort Manchester liðið fer Sanchez?
Í hvort Manchester liðið fer Sanchez?
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur lagt fram tilboð í Alexis Sanchez framherja Arsenal. The Guardian greinir frá þessu í dag.

Sanchez verður samningslaus í sumar en Manchester City hefur verið á höttunum á eftir honum. City hefur náð samkomulagi við Sanchez sjálfan um 250 þúsund pund í laun á viku.

City lagði fram 20 milljóna punda tilboð fyrr í vikunni en Arsenal hefur ekki svarað því. Manchester United hefur nú ákveðið að blanda sér í baráttuna um Sílemanninn með því að bjóða 25 milljńir punda í hann.

Manchester United ætlar einnig að bjóða Sanchez hærri laun í von um að krækja í hann.

United hefur einnig boðið Arsenal að fá Henrikh Mkhitaryan sem hluta af kaupverðinu. Launakröfur hans gætu þó sett strik í reikninginn en Mkhitaryan er með 200 þúsund pund í laun á viku hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner