Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. janúar 2018 09:30
Elvar Geir Magnússon
Neymar hefur skorað í fyrsta leik í öllum keppnum með PSG
Neymar skoraði úr víti.
Neymar skoraði úr víti.
Mynd: Getty Images
Neymar skoraði úr vítaspyrnu í 2-0 sigri Paris St-Germain gegn Amiens í franska deildabikarnum í gær. PSG er komið í undanúrslit keppninnar.

Brasilíumaðurinn hefur nú skorað í fyrsta leik í öllum keppnum með PSG; frönsku deildinni, Meistaradeildinni, franska bikarnum og franska deildabikarnum.

PSG hefur unnið franska deildabikarinn síðustu fjögur ár.

Markvörður Amiens, Regis Gurtner, var rekinn af velli fyrir brot á Kylian Mbappe í gær. Neymar skoraði fyrra mark leiksins eftir að brotið hafði verið á honum sjálfum og Adrien Rabiot skoraði hitt markið með skalla.

PSG hefur ekki tapað í 35 bikareinvígum í Frakklandi í næstum fjögur ár. Liðið hefur unnið franska bikarinn síðustu þrjú ár.

Liðið mætir Rennes í undanúrslitum deildabikarsins en Mónakó leikur gegn Montpellier í hinu einvíginu.

Edinson Cavani kom ekki við sögu í gær en hann kom seint til PSG eftir vetrarfrí.
Athugasemdir
banner