Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. janúar 2018 14:19
Elvar Geir Magnússon
Segir að dómarar séu eins og barn með nýtt dót á jólunum
Myndbandsdómgæsla er komin til að vera.
Myndbandsdómgæsla er komin til að vera.
Mynd: Getty Images
Dómarinn Martin Atkinson og hans menn ofnotuðu myndbandstæknina í leik Arsenal og Chelsea í deildabikarnum í gær. Þetta segir Graham Poll, fyrrum dómari.

Englendingar eru að gera tilraunir með myndbandsdómgæslu, eða VAR eins og þetta er kallað á enskri tungu, í vissum leikjum.

„Dómararnir voru eins og börn á jólunum með ný leikföng, þeir vildu bara leika sér með nýja dótið," segir Poll.

„Martin Atkinson hafði samband við myndbandsdómarann fjórum sinnum en þurfti bara að gera það tvisvar að mínu mati. Fyrstu tvö samskiptin voru óþarfi en það þriðja og fjórða voru þess virði að skoða betur."

VAR hefur verið notað í tveimur leikjum í þessari viku og mun nú dómaranefnd enska knattspyrnusambandsins funda um það hvað betur mætti fara í notkun á þessari tækni.

Sjá einnig:
Hnökrar á myndbandsdómgæslu - En hún er komin til að vera
Athugasemdir
banner