Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. janúar 2018 12:48
Magnús Már Einarsson
Völlurinn í Indónesíu á floti - Ísland spilar í pollum
Icelandair
Ótrúlegar aðstæður!
Ótrúlegar aðstæður!
Mynd: Skjáskot - RÚV
Ótrúleg rigning er nú í Yogyakarta í Indónesíu þar sem Ísland er að leika vináttuleik við heimamenn.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Rigningin er svo mikil að pollar eru úti um allan völl og aðstæður mjög erfiðar fyrir leikmenn.

Þegar þetta er skrifað eru 53 mínútur liðnar af leiknum og Ísland leiðir 2-0.

Andri Rúnar Bjarnson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu mörkin en báðir voru þeir að opna markareikninga sína með landsliðinu.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af pollunum í Indónesíu en pollarnir verða stærri með hverri mínútunni.





Athugasemdir
banner
banner