Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. janúar 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere gæti spilað um helgina
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere fór útaf meiddur þegar Arsenal heimsótti Chelsea í gær og gerði markalaust jafntefli í undanúrslitum deildabikarsins.

Meiðslasaga Wilshere er ekki góð og voru stuðningsmenn Arsenal ekki lengi að tala um ragnarök þegar þeir sáu sinn mann neyddan af velli.

Wilshere er nefnilega nýlega kominn úr afar löngum og erfiðum meiðslum og hefur verið einn af bestu mönnum Arsenal frá endurkomunni.

Wilshere fékk að bera fyrirliðabandið gegn Chelsea en var skipt út fyrir Mohamed Elneny á 57. mínútu.

„Takk fyrir allan stuðninginn eftir gærkvöldið. Góðu fréttirnar eru að ég ætti að vera klár í slaginn eftir nokkra daga," skrifaði Wilshere á Twitter í dag.

Arsenal heimsækir Bournemouth á sunnudaginn og óljóst hvort Wilshere nái þeim leik. Mesut Özil og Laurent Koscielny gætu einnig misst af leiknum. Öruggt er að Nacho Monreal, Sead Kolasinac, Olivier Giroud og Aaron Ramsey koma ekki við sögu.

„Hann meiddist á ökkla en þetta lítur sem betur fer ekki illa út. Við ætlum líklega ekki að taka áhættu með hann á sunnudaginn, en það verður að koma í ljós," hafði Arsene Wenger um málið að segja.
Athugasemdir
banner
banner
banner