Í myndbandinu hér að ofan lýsa bræðurnir Guðmundur Óli, Sveinbjörn Már, Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir, leikmenn KA og Völsungs, upplifun sinni og aðstæðum þegar þeir misstu föður sinn tveimur dögum fyrir næst síðustu umferð 1. og 2. deildar Íslandsmótsins síðastliðið sumar.
Mikið var undir hjá liðum þeirra bræðra og tóku þeir ekki annað í mál heldur en að spila þessa mikilvægu leiki.
Myndbandið lýsir á einlægan hátt hvernig aðstæður geta komið upp í fótboltanum og hvernig liðsfélagar, aðstandendur, forsvarsmenn félaganna og dómarar geta veitt stuðning við krefjandi aðstæður jafnt innan vallar sem utan.
Athugasemdir