Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2016 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lazio skellti Verona
Felipe Anderson gerði þriðja mark leiksins.
Felipe Anderson gerði þriðja mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Lazio 5 - 2 Verona
1-0 Alessandro Matri ('45)
2-0 Stefano Mauri ('50)
3-0 Felipe Anderson ('69)
3-1 Leandro Greco ('72)
3-2 Luca Toni ('79)
4-2 Balde Keita ('82)
5-2 Antonio Candreva ('90, víti)

Lazio fékk Verona í heimsókn í fyrsta leik 25. umferðar ítölsku A-deildarinnar.

Alessandro Matri kom heimamönnum yfir rétt fyrir leikhlé og tvöfaldaði Stefano Mauri forystuna snemma í síðari hálfleik.

Felipe Anderson virtist innsigla sigurinn með marki á 69. mínútu en Leandro Greco og kempan Luca Toni minnkuðu muninn í 3-2 á næstu tíu mínútunum og spennandi lokakafli var framundan.

Það voru þó heimamenn sem tóku völdin á vellinum á nýjan leik, bættu tveimur mörkum við og kláruðu þennan mikla markaleik með 5-2 sigri.

Lazio er í 7. sæti eftir sigurinn en Verona er á botninum, níu stigum frá öruggu sæti í deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner