Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. febrúar 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Johnson ekki með gegn Man Utd vegna réttarhalda
Adam Johnson.
Adam Johnson.
Mynd: Getty Images
Adam Johnson, kantmaður Sunderland, verður ekki með liðinu gegn Manchester United um helgina.

Johnson þarf að mæta fyrir rétt á morgun og Sam Allardyce, stjóri Sunderland, staðfesti í dag að hann verði ekki með í leiknum gegn United á laugardag.

Johnson játaði í gær sök í einum ákæruþætti af þremur í kynferðisbroti gegn stelpu sem var undir lögaldri, yngri en 16 ára. Hinn 28 ára gamli Johnson var handtekinn í mars í fyrra vegna málsins.

Samkvæmt kærunni tældi hann stelpuna í gegnum internetið, meðvitaður um aldur hennar. Hann viðurkennir að hafa kysst hana og snert á kynferðislegan hátt þegar þau hittust.

Johnson neitar sök í hinum tveimur ákæruliðunum í málinu. Sunderland vill hins vegar ekki að Johnson spili á laugardag eftir að hann játaði í gær sök í einum ákæruþætti.
Athugasemdir
banner
banner