fim 11. febrúar 2016 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mirror: Munu bjóða Rooney hálfa milljón á viku
Rooney til Kína?
Rooney til Kína?
Mynd: Getty Images
The Mirror heldur því fram að risatilboð eigi eftir að berast frá Kína í Wayne Rooney, fyrirliða Manchester United og enska landsliðsins.

Samkvæmt frétt frá Mirror mun Rooney fá samningstilboð að austan sem hljóðar upp á 500 þúsund pund í vikulaun, en þá yrði hann launahæsti knattspyrnumaður í heimi.

„Það vilja allir fá Rooney í sínar raðir en ég er nokkuð viss um að hann vilji ekki yfirgefa Manchester United á næstunni," sagði Sven-Göran Eriksson.

„Fyrr eða síðar munum við samt sjá nöfn á borð við Ronaldo, Messi og Rooney spila í kínverska boltanum, það er svo mikill peningur í þessu og gæði deildarinnar eru að taka risastökk á milli ára."

Rooney fær 300 þúsund pund í vikulaun hjá Rauðu djöflunum og ólíklegt að nokkuð félag utan Kína myndi treysta sér til að greiða enska sóknarmanninum svo há laun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner