fim 11. febrúar 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Mourinho fær 300 milljónir punda til að kaupa hjá Man Utd
Powerade
Sagður á leið á Old Trafford.
Sagður á leið á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Orðaður við Liverpool.
Orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Yaya Toure gæti farið til Inter.
Yaya Toure gæti farið til Inter.
Mynd: Getty Images
Fréttir um að Jose Mourinho taki við Manchester United í sumar eru í aðalhlutverki í slúðurpakkanum í dag.



Jose Mourinho mun fá 15 milljónir punda á ári þegar hann tekur við Manchester United í sumar. Það er miklu meira en Manchester City borgar Pep Guardiola en hann fær sex milljónir punda í árslaun. (The Sun)

Mourinho fær 300 milljónir punda til að kaupa nýja leikmenn hjá Manchester United. (Daily Star)

Mourinho hefur sagt Manchester United að selja Juan Mata og Marouane Fellaini. (Daily Mail)

Leikmenn Manchester United óttast að Ryan Giggs passi ekki inn í áætlanir Mourinho. (Sun)

Aðrar fréttir segja að Manchester United hafi ekki haft samband við Mourinho og Portúgalinn sé byrjaður að skoða möguleika á að starfa utan Englands. (Sun)

Chelsea ætlar ekki að leyfa Loic Remy að fara til Kína fyrr en eftir leikina gegn PSG og Manchester City í næstu viku. (Evening Standard)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, er á óskalista Chelsea en Roman Abramovich er þó ekki sannfærður um leikstíl hans. (Daily Mail)

Roberto Mancini vill fá Yaya Toure og Pablo Zabaleta til Inter frá fyrrum félagi sínu Manchester City. (Daily Mirror)

Inter ætlar að samþykkja 35 milljóna punda tilboð frá Manchester United í framherjann Mauro Icardi, ef félagið nær ekki Meistaradeildarsæti. (Tuttosport)

Harry Redknapp segir að Pep Guardiola muni ekki leysa vandræði Manchester City. (Daily Express)

Benfica hafnaði 23 milljóna punda tilboði frá Manchester United í kantmanninn Nicolas Gaitan í Benfica í janúar. (Talksport)

Manchester United ætlar að bjóða miðjumanninum Ever Banega 3,5 milljónir punda í árslaun ef hann kemur til félagsins frá Sevilla í sumar. (ITA Sports Press)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill fá Javier Hernandez frá Bayer Leverkusen í sumar. (Metro)

Michael Owen vill að Liverpool greini nákvæmlega frá meiðslum Daniel Sturridge til að sögusagnir hætti. (Daily Telegraph)

Kínverskt félag er að reyna að fá Phil Jagielka varnarmann Everton. (Sun)

Emmanuel Emenike er líka á óskalista Shanghai Shenhua í Kína en hann kom til West Ham á láni á dögunum. (Daily Mirror)

Hinn 34 ára gamli Michael Carrick hefur ekki fengið nein skilaboð um það hvort hann fái nýjan samning í sumar. (Times)

Liverpool ætlar að reyna að fá varnarmanninn Joel Matip frá Schalke í sumar. Matip verður samningslaus þá og hann hefur hafnað nýju tilboði frá Schalke. (Daily Star)

Neil Warnock er að taka við Rotherham út tímabilið. (Guardian)

Danny Drinkwater, miðjumaður Leicester, fær sénsinn með enska landsliðinu eftir góða frammistöðu að undanförnu. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner