Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Neville skilur reiði þeirra sem skrópuðu
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Fámennt á Mestalla í gær
Fámennt á Mestalla í gær
Mynd: Getty Images
Gary Neville, stjóri Valencia leit á björtu hliðarnar eftir jafnteflið gegn Barcelona í spænska Konungsbikarnum en liðið er úr leik eftir að hafa steinlegið í fyrri leiknum á Nou Camp sem endaði með 7-0 sigri heimamanna.

Neville gaf nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í leiknum og þeir fengu sérstakt hrós frá stjóranum.

„Það jákvæðasta var frammistaða ungu strákanna. Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum í erfiðri aðstöðu en sýndum mikinn karakter," sagði Neville sem viðurkenndi að fókusinn væri á næsta deildarleik liðsins.

„Við erum þegar farnir að undirbúa okkur fyrir laugardaginn. Við vitum hversu miklu máli hann skiptir og við einbeitum okkur algjörlega að honum."

Valencia hefur enn ekki unnið deildarleik undir stjórn Neville og í gærkvöldi sýndu margir stuðningsmenn félagsins óánægju sína með því að sniðganga leikinn en Mestalla leikvangurinn var hálftómur.

Neville skilur reiði stuðningsmannanna en er viss um að þeir muni mæta á völlinn um næstu helgi.

„Ég er þakklátur þeim stuðningsmönnum sem mættu. Sumir mættu ekki og þeir hafa rétt á því. Ég er sannfærður um að Mestalla verði þétt setinn á laugardaginn og andrúmsloftið verði rafmagnað," sagði Neville.

Athugasemdir
banner
banner