Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 11. febrúar 2016 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Oblak framlengir við Atletico - Riftunarákvæðið 100 milljónir evra
Ekki á förum í bráð
Ekki á förum í bráð
Mynd: Getty Images
Slóveninn Jan Oblak hefur framlengt samning sinn við Atletico Madrid til ársins 2021.

Þessi 23 ára gamli markvörður hefur slegið í gegn hjá Atletico Madrid eftir að félagið gerði hann að dýrasta markverði í sögu Spánar þegar hann var keyptur til félagsins sumarið 2014 frá Benfica.

Í nýja samningnum er riftunarákvæði upp á 100 milljónir evra en það var 50 milljónir evra í gamla samningnum.

Oblak var orðaður við Man Utd síðastliðið sumar þegar allt útlit var fyrir að David De Gea væri á leið til Real Madrid.

Nú er ljóst að ef eitthvað lið ætlar sér að kaupa Oblak þarf að borga ansi vel fyrir kappann sem hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í spænsku deildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner