Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2016 13:09
Elvar Geir Magnússon
Þróttur í samstarf við Per Rud og félaga í Köge
Daninn Per Rud.
Daninn Per Rud.
Mynd: Getty Images
Per Rud hefur formlega störf sem yfirmaður knattspyrnumála hjá HB Köge í Danmörku á morgun. Daninn var ráðinn í sömu stöðu hjá Þrótti í október en dvöl hans þar varð talsvert styttri en ráð hafði verið gert fyrir.

Rud fékk leyfi hjá Þrótti til að hefja störf hjá Köge fyrr en áætlað var.

Samskipti Rud og Þróttar eru þó ekki á enda en Rud segir að Köge, sem er í B-deildinni, ætli í samstarf við Þróttara.
 
„Ég hef átt mjög góða tíma í Reykjavík og kynnst ótrúlegu fólki. Það er mjög jákvætt andrúmsloft hjá félaginu og það minnir mig á margan hátt á HB Köge," segir Rud við heimasíðu danska félagsins.

Hann segir að samkomulag verði gert milli félagana tveggja varðandi þróun ungra leik­manna en gengið verði frá því í vor.
 
Þróttarar komust upp í Pepsi-deildina í fyrra með því að lenda í öðru sæti 1. deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner