fim 11. febrúar 2016 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Ze Roberto leggur skóna á hilluna í árslok (Staðfest)
Ze Roberto gegn Messi.
Ze Roberto gegn Messi.
Mynd: Getty Images
Hinn 41 árs gamli Ze Roberto ætlar að leggja skóna á hilluna í árslok eftir farsælan feril í brasilíska og þýska boltanum.

Ze Roberto, sem getur leikið alls staðar á vinstri vængnum, hóf ferilinn í brasilíska boltanum og var keyptur til Real Madrid aðeins 23 ára gamall.

Hann þótti ekki standa sig nægilega vel hjá Real svo hann var seldur til Flamengo í Brasilíu, en þaðan fór hann til Bayer Leverkusen og gerði garðinn frægan.

Eftir fjögur ár hjá Leverkusen var Roberto keyptur til Bayern München þar sem hann lék yfir 160 deildarleiki.

Nú hefur þessi hæfileikaríki leikmaður, sem á 84 landsleiki að baki fyrir Brasilíu, tilkynnt að hann ætli að spila með Palmeiras út árið og leggja svo skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner