lau 11. febrúar 2017 16:09
Magnús Már Einarsson
Geir kosinn heiðursformaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson var kosinn heiðursformaður KSÍ á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum í dag.

Samkvæmt 43 grein í lögum KSÍ þá hefur heiðursformaður rétt til setu og málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ og kemur fram fyrir hönd sambandsins þegar stjórn þess óskar eftir.

Heiðursformenn KSÍ eru nú 3, þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram.

Geir lætur af störfum í dag eftir tíu ár sem formaður. Hann tók við af Eggerti á ársþingi KSÍ 2007.

Sjá einnig:
Geir var heiðraður af UEFA og ÍSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner