Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   lau 11. febrúar 2017 16:52
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs er nýr formaður KSÍ (Staðfest)
Guðni er nýr formaður KSÍ.
Guðni er nýr formaður KSÍ.
Mynd: KSÍ
Guðni Bergsson hefur verið kjörinn nýr formaður KSÍ. Hann tekur við af Geir Þorsteinssyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.

Þingfulltrúar frá aðildarfélögum KSÍ kusu á ársþingi sambandsins sem fram fer í Vestmannaeyjum. Björn Einarsson var einnig í framboði.

Björn Einarsson fékk 66 atkvæði, Guðni 83 atkvæði.

Í sigurræðu sinni sagðist Guðni ætla að gera allt sitt besta af heilum hug til að gera íslenskan fótbolta að stolti allra Íslendinga.

Hann þakkaði Birni fyrir drengilega kosningabaráttu og sagðist spenntur fyrir því að vinna með starfsfólki KSÍ. Þá þakkaði hann bæði þeim þingfulltrúum sem kusu sig og þeim sem kusu sig ekki, hann væri formaður allra aðildarfélaga.

Mikil spenna var fyrir þessum kosningum og hefur verið rafmagnað andrúmsloft í Höllinni í Vestmannaeyjum í allan dag.


Athugasemdir
banner
banner