Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 11. febrúar 2017 18:49
Elvar Geir Magnússon
Vestmannaeyjum
Guðni Bergs: Verður maður ekki að halda áfram á Twitter?
Guðni Bergsson í Vestmannaeyjum í dag.
Guðni Bergsson í Vestmannaeyjum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergsson nýr formaður KSÍ segir að síminn hafi verið rauðglóandi eftir að tilkynnt var að hann hefði unnið formannskosningarnar.

„Ég hélt að þetta yrði naumt og þetta var það í rauninni. Þegar úrslitin komu í ljós var ég fullur þakklætis og auðmýktar að vera treyst fyrir þessu mikilvæga starfi," sagði Guðni við Fótbolta.net í kvöld.

Guðni fékk 83 atkvæði í kosningunni en Björn Einarsson fékk 66.

„Björn háði mjög góða og skipulagða baráttu og hún var drengileg. Ég vil þakka honum fyrir það. Ég held að við skijlum vel sáttir. Þetta var hollt fyrir hreyfinguna. Fótboltalegur bakgrunnur minn og áhersla mín á að byggja upp fótboltann í landinu hefur kannski skilað sér," sagði Guðni sem ætlar að vera í nánum tengslum við aðdildarfélögin.

„Formaður á að vera sýnilegur. Það er gríðarlega öflugt starf um allt land. Ég vil vera formaður sem fer á milli og heimsækir klúbbana og hefur góða tilfinningu fyrir starfinu."

„Síðan þarf að gæta hagsmuna erlendis, landsliðið, fræðslustarfið og svo framvegis. Það er að mörgu að huga og ég hlakka til að takast á við það."


Guðni byrjaði í vikunni á Twitter og setti færslur þar inn í kosningabaráttunni. Ætlar hann að halda áfram á Twitter, nú þegar kosningabaráttunni er lokið?

„Verð ég ekki að gera það? Það er ágætis samskiptatæki. Ég þarf að læra betur til þar og geta svarað almennilega. Það gæti verið sniðugt sem hluti af auknu markaðsstarfi fyrir KSÍ til dæmis."

Sjáðu viðtal við Guðna í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner