Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. febrúar 2017 18:25
Magnús Már Einarsson
Myndir: Liverpool með glænýja aðferð í varnarvegg
Vinstra megin á myndinni sést Coutinho vera bakvið varnarvegginn.
Vinstra megin á myndinni sést Coutinho vera bakvið varnarvegginn.
Mynd: KSÍ
Liverpool bauð upp á nýstárlega taktík í varnarvegg þegar Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, tók aukaspyrnu á hættulegum stað í leik liðanna í dag. Philippe Coutinho var þá á hnjánum bakvið varnarvegg Liverpool.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, bauð upp á þessa taktík til að leyfa mönnunum í veggnum að hoppa upp og reyna að ná til boltans.

Markmiðið hjá Coutinho er síðan að vera fyrir ef Eriksen ef aukaspyrnan fer undir mennina í varnarveggnum.

Eriksen skaut yfir markið úr aukaspyrnunni og því kom ekki til þess að Coutinho þyrfti að vera fyrir. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Coutinho bakvið vegginn.

Liverpool er 2-0 yfir í hálfleik í leiknum en Saido Mane skoraði bæði mörk liðsins.




Athugasemdir
banner
banner