Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. febrúar 2018 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar búinn að opna markareikninginn í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason er búinn að opna markareiking sinn fyrir sænska félagið Helsingborg. Það gerði hann í gær þegar liðið vann 3-1 sigur IFK Värnamo í æfingaleik.

Andri kom Helsinborg í 2-1 í leiknum, en hann fékk boltann af samherja og kláraði færi sitt eins og honum einum er lagið.

„Það er alltaf góð tilfinning að skora. Það er léttir að ná að opna markareikinginn," sagði Andri eftir leikinn.

Andri gekk í raðir Helsinborg í nóvember síðastliðinum eftir að hafa átt ótrúlegt tímabil með Grindavík í Pepsi-deildinni. Hann jafnaði markametið í efstu deild, hann skoraði 19 mörk.

Hann var eftir tímabilið í fyrra valinn besti leikmaður deildarinnar, skiljanlega, hjá Fótbolta.net.

Hann lék þá sína fyrstu landsleiki í síðasta mánuði gegn Indónesíu og skoraði þá líka sitt fyrsta landsliðsmark.

Hér að neðan er mark Andra auk viðtals við hann.


Athugasemdir
banner