Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. febrúar 2018 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli spjaldaður fyrir að kvarta yfir kynþáttaníð
Mynd: Getty Images
Franska félagið Nice heldur því fram að sóknarmaðurinn Mario Balotelli hafi fengið gult spjald gegn Dijon í gær eftir að hafa kvartað yfir kynþáttafordómum við dómarann.

Balotelli fékk gott færi en náði ekki að nýta. Óprúttnir áhorfendur voru þá með kynþáttaníð í garð Balotelli.

Balotelli kvartaði vegna þess til dómarans sem var eitthvað illa stemmdur og lyfti gula spjaldinu.

Nice greindi frá því á Twitter að Balotelli hefði verið pirraður með hegðun áhorfenda og því reynt að fá dómarann til að gera eitthvað í málinu. Dómarinn svaraði með því að gefa Balotelli gult spjald.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Balotelli kvartar yfir áhorfendum í Frakklandi varðandi kynþáttaníð.



Athugasemdir
banner
banner