Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. febrúar 2018 16:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benitez: Hann gæti keypt sér lottómiða og unnið
Rafa Benitez.
Rafa Benitez.
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Newcastle, var himinlifandi eftir 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við lögðum eins mikið á okkur og í öðrum leikjum, en gegn liði eins og Manchester United eru allir boltar mikilvægir," sagði Benitz. „Þetta var til fyrirmyndar hjá okkur."

Þetta var fyrsti sigur Newcastle á heimavelli frá því í október.

„Þeir eru hættulegir, en liðsheildin sem við sýndum til að berjast um alla bolta var mögnuð. Ég er ánægður fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Vegna þess að við unnum hér á heimavelli."

„Við höfum spilað leiki á þessu tímabili þar sem við höfum fengið á okkur mörk seint í leikjum. Við vorum heppnir með sum skot, en við sýndum karakter og löngun til að vinna."

Martin Dubravka, markvörður, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Newcastle og hann fékk algjöra draumabyrjun.

„Hann gæti keypt sér lottómiða og unnið í dag. Hann var yfirvegaður og það veitti liðinu sjálfstraust. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig og það er því ekki sanngjarnt að segja að markvörðurinn hafi bara spilað vel," sagði Benitez um draumabyrjun Dubravka.

Annar leikmaður sem átti góðan leik var Jonjo Shelvey.

„Jonjo sýndi gæði á boltanum. Hann er að læra og ef hann getur tekið réttar ákvarðanir verður hann mjög góður leikmaður."



Athugasemdir
banner
banner
banner