sun 11. febrúar 2018 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Birkir spilaði lítið í sigri á nágrönnunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aston Villa 2 - 0 Birmingham
1-0 Albert Adomah ('60)
2-0 Conor Hourihane ('81)

Birkir Bjarnason fékk lítinn spiltíma þegar Aston Villa mætti nágrönnum sínum og erkifjendum í Birminghan í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í dag.

Birkir byrjaði á bekknum þrátt fyrir að hafa verið að spila ótrúlega vel í síðustu leikjum Villa. Stuðningsmenn Aston Villa voru flestir hissa á að sjá Birkir á meðal varamanna.

Birkir kom inn á sem varamaður á 84. mínútu en þá var Aston Villa með 2-0 forystu og leikurinn svo gott sem búinn.

Þetta var góður sigur fyrir Aston Villa sem er í öðru sæti deildarinnar, en ef Villa endar þar mun liðið leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Birmingham er í 20. sæti og er í fallbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner