sun 11. febrúar 2018 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Eggert í sigurliði gegn Rúnari Alex
Eggert Gunnþór var í sigurliði í danska boltanum í dag.
Eggert Gunnþór var í sigurliði í danska boltanum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sönderjyske 2 - 1 Nordsjælland
0-1 Sjálfsmark ('45)
1-1 Kees Luijckx ('55)
2-1 Christian Jakobsen ('64)

Íslendingaliðin Sönderjyske og Nordsjælland áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Danska úrvalsdeildin er byrjuð aftur eftir vetrarfrí og var þetta fyrsti leikur liðanna frá því í desember.

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Nordsjælland náðu foyrstunni þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.

Rúnar Alex stóð í marki Nordsjælland en með Sönderjyske spilaði Eggert Gunnþór Jónsson. Eggert og félagar jöfnuðu á 55. mínútu og tæpum tíu mínútum síðar voru þeir komnir yfir.

Eggert spilaði allan leikinn, rétt eins og Rúnar, en leikurinn endaði með 2-1 sigri Sönderjyske sem er í níunda sæti deildarinnar með 24 stig. Nordsjælland er í þriðja sæti með 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner