Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 11. febrúar 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea ekki á förum - „Seljum ekki bestu leikmennina"
Mynd: Getty Images
David de Gea er ekki á förum frá Manchester United að sögn knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Það líður varla sá dagur sem De Gea er ekki orðaður við Real Madrid en hann var næstum því genginn í raðir Madrídarliðsins árið 2015. Það gekk ekki eftir og er hann enn hjá Man Utd. Að sögn Mourinho er hann ekki á förum á næstunni.

„Heldurðu að félag sem er að reyna að fá til sín bestu leikmennina sé opið fyrir því að selja bestu leikmennina. Það virkar ekki þannig," sagði Mourinho aðspurður út í spænska markvörðinn.

Ef þú vilt fá leikmenn eins og Alexis (Sanchez), Nemanja (Matic) og Paul (Pogba) þá selurðu ekki bestu leikmennina þína."

De Gea er að eiga frábært tímabil en með hjálp hans er United í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner