Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. febrúar 2018 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Mounie allt í öllu í mikilvægum sigri Huddersfield
Mounie átti eftirminnilegan leik. Hann kom að þremur af fjórum mörkum Huddersfield.
Mounie átti eftirminnilegan leik. Hann kom að þremur af fjórum mörkum Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Huddersfield 4 - 1 Bournemouth
1-0 Alex Pritchard ('7 )
1-1 Junior Stanislas ('14 )
2-1 Steve Mounie ('27 )
3-1 Steve Mounie ('66 )
4-1 Rajiv Van la Parra ('90 , víti)

Steve Mounie stal sviðsljósinu þegar Huddersfield vann langþráðan og mjög svo mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni. Huddersfield fékk Bournemouth í heimsókn en fyrir leikinn hafði Huddersfield ekki unnið deildarleik frá því um miðjan desember.

Huddersfield náði foyrstunni í dag þegar Alex Pritchard skoraði á sjöundu mínútu, Mounie var með stoðsendinguna. Forysta Huddersfield entist stutt því Junior Stanislas jafnaði á 14. mínútu.

Staðan var þó ekki jöfn lengi heldur því Steve Mounie kom heimamönnum yfir á 27. mínútu og um miðjan seinni hálfleikinn skoraði hann sitt annað mark, 3-1.

Mounie fékk ekki tækifæri í uppbótartímanum til að fullkomna þrennuna. Rajiv Van la Parra skoraði þá úr vítaspyrnu og kom Huddersfield í 4-1.

Huddersfield hoppaði upp úr fallsæti með þessum sigri og er nú í 16. sæti. Bournemouth er í tíunda sæti.



Athugasemdir
banner
banner