Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. febrúar 2018 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Newcastle með magnaðan sigur á Man Utd
Fyrsti heimasigur Newcastle frá því í október
Ritchie fagnar sigurmarkinu.
Ritchie fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Martial fékk færi til að skora í þessum leik en honum tókst ekki að nýta þau.
Martial fékk færi til að skora í þessum leik en honum tókst ekki að nýta þau.
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 0 Manchester Utd
1-0 Matt Ritchie ('65 )

Newcastle bar sigurorðið af Manchester United í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum var að ljúka.

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill. Newcastle byrjaði betur en þegar um stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleiknum fóru gestirnir frá Manchester aðeins að gefa í.

Anthony Martial fékk kjörið tækifæri til að skora eftir frábæra sendingu frá Nemanja Matic en Dubravka, nýr markvörður Newcastle sá við þeim franska úr mjög góðu færi (sjá mynd).

Newcastle vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er Chris Smalling braut af Dwight Gayle, endursýningar sýndu að dómarinn hefði líklega átt að flauta vítaspyrnu á atvikið.

Fyrri hálfleikurinn endaði markalaus. United byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og fékk Alexis Sanchez m.a. gott færi en hann var kominn fram hjá markverði Newcastle áður en hann skaut í varnarmann.

Newcastle refsaði fyrir þetta og náði forystunni þegar 20 mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum. Matt Ritchie skoraði með góðu skoti eftir að boltinn hafði dottið fyrir hann í teignum. Stuttu fyrir markið hafði Chris Smalling, varnarmaður Manchester United verið spjaldaður fyrir leikaraskap á miðjum vellinum.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, brást við markinu með því að taka Paul Pogba og Jesse Lingard af velli en það skilaði sér ekki. United fékk nokkur færi en Dubravka átti hörkuleik og lokatölurnar í Newcastle urðu 1-0 fyrir heimamönnum.

Þetta er fyrsti sigur Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni frá því í október. Lærisvinar Rafa Benitez duttu niður í fallsæti fyrr í dag en þeir fara beint upp úr því með þessum sigri. United situr áfram í öðru sæti deildarinnar, eru 16 stigum frá Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner