Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. febrúar 2018 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Howe biður stuðningsmenn afsökunar eftir 830 kílómetra
Mynd: Getty Images
Eddie Howe skammast sín fyrir frammistöðu sinna manna í Bournemouth sem töpuðu fyrir nýliðum Huddersfield í dag.

Gestirnir þurftu að ferðast rúmlega 830 kílómetra vegna leiksins, þar sem Bournemouth er í suðurhluta Englands og Huddersfield í norðurhlutanum.

Howe bað stuðningsmenn afsökunar að leikslokum og sagði sína menn ekki eiga annað skilið en að halda tómhentir heim.

„Við áttum okkur fyllilega á því sem stuðningsmenn þurftu að fórna til að mæta á leikinn. Ég gerði leikmönnum það afar ljóst fyrir upphafsflautið," sagði Howe eftir tapið.

„Ég vil biðja stuðningsmenn afsökunar á frammistöðu liðsins í dag. Þeir eyddu miklum tíma og pening í þetta ferðalag og verðskulduðu allt öðruvísi leik.

„Það er erfitt að útskýra hvað gerðist, við vorum einfaldlega lélegir. Við töpuðum of mörgum 50/50 boltum og áttum skilið að tapa 4-1."


Howe var hissa á spilamennsku sinna manna og benti á að félagið sé enn í fallbaráttu þrátt fyrir sigra gegn Chelsea og Arsenal á árinu.

„Við höfum enga afsökun, við fórum ekki í þennan leik með rétt hugarfar. Þeir börðust með kjafti og klóm og spiluðu eins og fallbaráttulið sem vill bjarga sér.

„Við erum ennþá í bullandi fallbaráttu þrátt fyrir góða sigra og verðum að líta á hvern leik sem úrslitaleik."

Athugasemdir
banner
banner