sun 11. febrúar 2018 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Ísrael: Viðar byrjaði í góðum sigri Maccabi
Mynd: Getty Images
Hapoel Akko 0 - 2 Maccabi Tel Aviv
0-1 Eliran Atar ('75)
0-2 Nick Blackman ('79, víti)
Rautt spjald: Barak Itzhaki, Maccabi ('58)

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv sem hafði betur gegn Hapoel Akko í ísraelsku deildinni.

Viðar spilaði fyrsta klukkutímann og fékk liðsfélagi hans, Barak Itzhaki, að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu. Viðari var þá skipt útaf fyrir Eliran Atar, sem kom gestunum yfir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Nick Blackman innsiglaði sigurinn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu.

Maccabi endurheimti þannig toppsætið af Beitar Jerusalem og er með tveggja stiga forystu.

Viðar er enn næstmarkahæstur í deildinni, með 10 mörk. Ólíklegt er að hann nái að jafna Diaa Saba, sem er kominn með 17 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner