Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. febrúar 2018 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil spilaði í tapi - Inter aftur á sigurbraut
Emil spilaði síðustu mínúturnar.
Emil spilaði síðustu mínúturnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eder skoraði fyrir Inter.
Eder skoraði fyrir Inter.
Mynd: Getty Images
Emil Hallfreðsson lék síðustu 10 mínúturnar þegar Udinese þurfti að lúta í lægra haldi fyrir sterku liði Torino í ítölsku úrvalsdeildinni á þessum fjöruga sunnudegi.

Emil byrjaði á bekknum en kom inn á þegar 79 mínútur voru liðnar. Þá var staðan 2-0, Torino í vil. Andrea Belotti, sem hefur verið mjög eftirsóttur, skoraði seinna mark Torino.

Lokatölur urðu 2-0 og eru Emil og félagar í tíunda sæti. Fyrir leikinn var Udinese með jafnmörg stig og Torino en það er nú breytt, Torino hefur þremur stigum meira í níunda sæti.

Inter komst á sigurbraut eftir fimm jafnteflisleiki í röð. Inter hafði betur gegn Bologna, sem endaði með níu leikmenn inn á vellinum.

Inter er í þriðja sæti deildarinnar.

Sassuolo og Cagliari gerðu markalaust jafntefli, Sampdoria lagði Verona og Genoa vann dramatískt gegn Chievo.

Inter 2 - 1 Bologna
1-0 Eder ('2 )
1-1 Rodrigo Palacio ('25 )
2-1 Yann Karamoh ('63 )
Rautt spjald: Ibrahima Mbaye, Bologna ('68), Adam Masina, Bologna ('90)

Sassuolo 0 - 0 Cagliari

Chievo 0 - 1 Genoa
0-1 Diego Laxalt ('90 )

Sampdoria 2 - 0 Verona
1-0 Edgar Barreto ('50 )
2-0 Fabio Quagliarella ('85 , víti)

Torino 2 - 0 Udinese
1-0 Nicolas N'Koulou ('32 )
2-0 Andrea Belotti ('66 )
Athugasemdir
banner
banner