Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. febrúar 2018 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fylkir hafði betur gegn FH
Hákon Ingi skoraði og lagði upp.
Hákon Ingi skoraði og lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 2 - 1 FH
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('12)
1-1 Steven Lennon ('18)
2-1 Ragnar Bragi Sveinsson ('86)

Fylkir hafði betur gegn FH í fyrstu umferð Lengjubikarsins og heldur góð byrjun liðsins á undirbúningstímabilinu því áfram.

FH lék 4-3-3 en Davíð Þór fyrirliði var með Pétri Viðars í hjarta varnarinnar.

Hákon Ingi Jónsson kom Fylki yfir snemma leiks í Egilshöllinni en Steven Lennon var ekki lengi að jafna.

Hvorugu liði tókst að skora fyrr en undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson gerði sigurmark Fylkis.

Fylkir komst í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum þar sem liðið tapaði eftir hörkuleik við Fjölni.

Fylkir mætir HK í Egilshöll á sunnudaginn á sama tíma og FH mætir Selfossi í Reykjaneshöllinni.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner