Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. febrúar 2018 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Pellegrino handviss að Southampton bjargi sér
Mynd: Getty Images
Mauricio Pellegrino segir sína menn hafa verið óheppna í 2-0 tapi gegn Liverpool í dag.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þar sem gæðamunur sóknarlínanna var augljós. Síðari hálfleikurinn var svo sallarólegur, þar sem heimamenn í Southampton áttu erfitt með að koma boltanum yfir miðju.

„Það var mjög erfitt að fá mark á sig svona snemma. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik, við vorum ótrúlega óheppnir að fara inn í leikhléð tveimur mörkum undir," sagði Pellegrino.

„Við misstum sjálfstraust eftir seinna markið og gátum ekki brugðist við í síðari hálfleik. Við áttum skelfilegan síðari hálfleik."

Pellegrino segir leikmenn sína hafa sýnt kvíðamerki í leiknum og hvetur stuðningsmenn til að standa við bakið á sínum mönnum í framtíðinni.

„Ég sá mikil kvíðamerki í leikmönnum í síðari hálfleik. Við skiljum að stuðningsmenn vilji sjá liðið gera betur en það hjálpar svo sannarlega ekki að setja enn meiri pressu á leikmennina. Þeir eru undir nógu mikilli pressu nú þegar.

„Fallbaráttan verður löng og ströng og er ég handviss um að þessi leikmannahópur sé ekki að fara að falla."

Athugasemdir
banner
banner